Rúv - Einhleypir ættleiða á ný
Einhleypir hafa jafnan haft minni möguleika á að ættleiða barn erlendis frá. Frá árinu 2007 voru engin tækifæri hér á landi fyrir einhleypa þar sem Kína lokaði á ættleiðingar til þeirra.
Umsóknir þeirra voru settar á svokallaða hliðarlista frá árinu 2007 en árið 2010 opnuðust möguleikar aftur fyrir einhleypa.
Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar sagði í Síðdegisútvarpinu að í raun hafi möguleikarnir verið opnir frá 2007 hjá öllum löndum sem ÍÆ hefur sambönd við þótt Kína hafi lokað tímabundið aðgangi. Um 30 einhleypir komu því að lokuðum dyrum um árabil þegar í raun var alveg hægt að finna börn. Nú eru tvö ættleidd börn einhleypra nýkomin til landsins, frá Tógó og Tékklandi. Sumir á hliðarlistanum eru runnir úr á tíma, hafa náð 46 ára aldri sem er takmark fyrir þá sem vilja senda inn beiðni um ættleiðingu. Hliðarlistinn var bara skár með nöfnum og hafði ekkert gildi og því eru þeir sem á honum voru á byrjunarpunkti. Kristinn sagði að einhvers kona vangeta hjá félaginu áður hafi orðið til þess að frá 2007-2010 hafi dyrnar verið lokaðar einhleypum þótt möguleikar víða um lönd hefðu verið opnir. Kristinn tók við sem framkvæmdastjóri ÍÆ árið 2010 þegar rykið var dustað af hliðarlistanum og staða einhleypra leiðrétt.
Rúv - Einhleypir ættleiða á ný