Samstarf Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og Íslenskrar ættleiðingar
Undanfarið misseri hefur verið í deiglunni að koma á formlegu sambandi milli Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og Íslenskrar ættleiðingar. Samstarfið lítur að börnum sem ættleidd eru með milligöngu félagsins og eru með skarð í vör eða skarð í góm. Fyrir stuttu funduðu fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar með Kristínu Th. Þórarinsdóttur talmeinafræðingi frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands með það að markmiði að skýra verksvið, tilvísunarferli og vinna verkferla í tengslum við samstarfið.
Í framtíðinni mun Íslensk ættleiðing hafa samband við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þegar búið er að para barn með skarð í vör eða skarð í góm við umsækjendur hjá félaginu. Verðandi foreldrar fá viðtal og ráðgjöf hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og bætist sú ráðgjöf við þá fræðslu og ráðgjöf sem félagsmenn fá nú þegar.
Heyrnar- og talmeinstöð Íslands er með mjög góða, fræðandi og áhugaverða heimasíðu www.hti.is. Þar má finna t.d. þróun máls og tals á slóðinni: http://hti.is/index.php/is/tal/throun-mals-tals-barna og almenna málörvun barna á: http://hti.is/index.php/is/tal/almenn-malvorn-barna. Auk þess er hægt að hlaða niður bækling um börn fædd með skarð í vör og/eða gómi: http://hti.is/index.php/is/tal/born-med-skard-i-vor-eda-gomi