Fréttir

Sex í framboði

Í gærkvöldi, fimmtudagskvöldið 11. Mars, rann út framboðsfrestur í stjórnarkjöri Íslenskrar ættleiðingar. Sex einstaklingar bjóða sig fram til stjórnarsetu.

Í lögum félagsins segir um framboð til stjórnarkjörs: Framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund.

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar verður haldinn 25. mars klukkan 20. Frestur til að skila inn framboðum rann því út að kvöldi þess 11. mars.

Stjórn Í.Æ. bárust sex skriflegar tilkynningar um framboð til stjórnarkjörs. Þær sendu Elín Henrikssen, Finnur Oddsson, Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, Karen Rúnarsdóttir, Karl Steinar Valsson og Margrét R. Kristjánsdóttir.


Svæði