Síðasta barn ársins komið heim
Þann 21. desember kom heim frá Kolumbíu nýr Íslendingur með fjölskyldu sinni. Alls hafa þá átján börn komið heim á árinu og er litli drengurinn síðasta barn ársins. Í ár komu heim þrettán börn frá Kína, tvö börn frá Tékklandi, tvö börn frá Kolumbíu og eitt barn frá Indlandi.