Sterk sjálfsmynd - breytingar á tímum
Kristín Tómasdóttir heldur sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur 10-13 ára. Á námskeiðinu verður leitast við að kenna þátttakendum þrennt:
1) Að þekkja hugtakið sjálfsmynd.
2) Að þekkja eigin sjálfsmynd.
3) Leiðir til þess að hafa jákvæð áhrif á eigin sjálfsmynd.
Áhersla verður lögð á áhrifaþætti sem geta haft mjög mótandi áhrif á sjálfsmynd stelpna. Notast verður við hugræna atferlisnálgun þar sem jákvæðar og neikvæðar hliðar þessara áhrifaþátta verða skoðaðar og þátttakendum kennt að einbeita sér á hinu jákvæða.
Dagskrá:
3. apríl 2016 - Hópefli og hugtakið sjálfsmynd kynnt.
10. apríl 2016 - Sjálfsmyndir og fjölskyldan.
17. april 2016 - Sjálfsmyndin og vinir/vinkonur.
24. apríl 2016 - Sjálfsmyndin sem ættleidd stelpa.
1. maí 2016 - Sjálfsmyndin og útlit/heilsa.
8. maí 2016 - Einstaklingsmiðuð "uppskrift" að jákvæðri sjálfsmynd.
Námskeiðið verður frá kl. 10:30 til 12:00 í öll skiptin og verður haldið í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar, Skipholti 50 b. Innifalið í verði er kennsla, kennslugögn og hressing á námskeiðinu (ávextir). Í lok námskeiðsins fá þátttakendur kennslugögnin með sér heim.
Þátttökugjald fyrir börn félagsmanna er kr. 24.900, en fyrir börn utanfélagsmanna er kr. 34.900.
Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar.
Aðstoðarmaður Kristínar á námskeiðinu verður Kristín Lovísa Lárusdóttir sem hefur víðtæka reynslu að vinna með börnum og unglingum auk þess að vera ættleidd sjálf.