Fréttir

Skemmtinefnd

Það er hefð fyrir því að meðal félagsmanna Íslenskrar ættleiðingar sé starfandi skemmtinefnd. Undanfarið hefur verið fámennt í nefndinni en hún Stefanie Gregersen hefur staðið sig með miklum sóma í að standa fyrir þeim viðburðum sem hafa verið síðustu misseri og snúa að fjölskyldskemmtunum.

Nú með haustinu langar okkur að blása meira lífi í starfið.
Margar hendur vinna létt verk eins og segir, og við óskum því eftir fleiri félagsmönnum í skemmtinefnd.
Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi mun stýra því verkefni í samvinnu og samráði við þá sem eru tilbúnir að leggja hönd á plóg.  

Óskað er eftir sjálfboðaliðum í verkefnið og áhugasömum bent á að hafa samband við Rut á skrifstofunni eða í tölvupósti: rut.sigurdardottir (hjá) isadopt.is.

Þess ber einnig að geta að undirbúningur er hafinn við sumargrillveislu Íslenskrar ættleiðingar og er fólki bent á að taka frá sunnudaginn 27. ágúst.
Þá ætlum við að endurtaka leikinn frá því í fyrra og hittast í Gufunesi, grilla og hafa gaman.
Nánari upplýsingar berast þegar nær dregur.


Svæði