Skrifstofan lokuð f.h. föstudag - Nýr listi frá CCAA væntanlegur
CCAA í Kína hefur sent frá sér tilkynningu um að listi yfir börn með sérþarfir birtist 19. mars. Listinn birtist upp úr miðnætti og verður því vakað yfir listanum þá nótt.
Framkvæmdastjóri Í.Æ. mun fara yfir listann ásamt hjúkrunarfræðingi og getur sú vinna staðið yfir fram undir morgun. Af þeim sökum verður skrifstofa Í.Æ. lokuð á morgun föstudag.