Fréttir

Skýrsla um ferðir

Nú liggja fyrir hjá stjórn félagsins drög að skýrslu um ferðir, ferðakostnað og mikilvægi heimsókna til erlendra ríkja á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Þar er fjallað um tíðni ferða, fjármögnun þeirra og kostnað tíu ár aftur í tímann. Fjallað er um breytingar varðandi ferðir og mikilvægi þeirra.

Í skýrslunni segir m.a: Við lestur á ársreikningi félagsins má ljóst verða að félagið hefur til ráðstöfunar til ferða tæp níu hundruð þúsund umfram ferðakostnað seinasta árs ef miðað er við óbreyttar rekstarforsendur. Að óbreyttu mætti því ráðstafa til ferða ríflega miljón krónum án þess að félagi verði rekið með tapi á yfirstandandi ári.

Í skýrslunni segir jafnframt: Þess ber að geta að fé sem félagsmenn hafa safnað og lagt fram til styrktar börnum erlendis er samkvæmt langri hefð ekki tíundað í rekstrar- og efnahagsreikning félagsins enda litið svo á að þar sé um að ræða fé sem stjórn félagsins hefur ekki til ráðstöfunar í rekstrinum. Nú er unnið að því að koma þessu fé fyrir í sérstökum sjóði svo hægt sé að gera grein fyrir því í samstæðureikningi.


Svæði