Fréttir

Spira - miðstöð passtarfs í Stokkhólmi

Hugsaðu þér stað þar sem hver og einn lærir af öllum öðrum, þar sem þeir eldri hjálpa þeim yngri, þar sem þú þarft ekki að gera neitt en allt er mögulegt.

Hér getur þú leikið, málað, bakað, lesið sögur, sungið og marg fleira með barninu eða börnunum þínum.

Þessi texti er úr kynningarbæklingi fyrir foreldra ættleiddra barna sem ætlað er að kynna starfsemi Spira í Stokkhólmi.

Fulltrúar ÍÆ á NAC ráðstefnunni heimsóttu stofnunina á fimmtudag en Spira er miðstöð Passtarfs í Stokkhólmi.

Við segjum meira frá Spira og hugmyndafræðinni fljótlega en hér eru nokkrar myndir en hér eru nokkrar myndir frá heimsókninni. Þar má meðal annars sjá Bellu leikskólakennara við tilfinningaspeglana og framkvæmdastjóra ÍÆ í vinalegu fataherberginu. Rýmið er mikið heil hæð í öldnu húsi þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja. Að jafnaði heimsækja 15 börn og foreldrar þeirra Spira í senn.


Svæði