Fréttir

Spjallfundir

PAS nefnd ÍÆ mun standa fyrir spjallfundum bæði á Akureyri og í Reykjavík í maí  og júní, en þeir munu annars vegar fjalla um Kjörbarnið og grunnskólann og hins  vegar Kjörbarnið og leikskólann.
 
Fundirnir eru, eins og nafnið bendir til um, spjall yfir kaffibolla, með stuttu innleggi og umræðum þátttakenda þar sem hægt er að miðla af væntingum og reynslu.

Kjörbarnið og grunnskólinn:

Akureyri 13. maí kl. 16:30

Einkum ætlaður foreldrum barna sem eru að hefja skólagöngu í haust. Þeir foreldrar sem eiga börn í 1. og 2. bekk eru einnig velkomnir. Þeir sem halda utan um fundinn eru: Sigríður Gunnarsdóttir kjörmóðir og grunnskólakennari og Birna Blöndal kjörmóðir og þroskaþjálfi.  Upplýsingar hjá ingamagg@simnet.is

Reykjavík 18. maí kl. 20:00 í húsakynnum ÍÆ:

Einkum ætlaður foreldrum barna sem eru að hefja skólagöngu í haust. Þeir foreldrar sem eiga börn í 1. og 2. bekk eru einnig velkomnir. Þeir sem halda utan um fundinn eru:  Helga Gísladóttir kjörmóðir og grunnskólakennari og Þórdís Ívarsdóttir kjörmóðir og grunnskólakennari.

Kjörbarnið og leikskólinn:

Reykjavík 25. maí kl. 20:00 í húsakynnum ÍÆ:

Einkum ætlaður foreldrum barna sem eru að hefja leikskólagöngu í sumar/haust. Þeir foreldrar sem eiga börn sem hafa verið í leikskóla í 1 - 2 ár eru einnig velkomnir. Gerður Guðmundsdóttir, kjörmóðir og leikskólakennari mun halda utan um fundinn.

Akureyri júní kl. 16:30

Einkum ætlaður foreldrum barna sem eru að hefja leikskólagöngu í sumar/haust. Þeir foreldrar sem eiga börn sem hafa verið í leikskóla í 1 - 2 ár eru einnig velkomnir. Jórunn Elídóttir, kjörmóðir og dósent, leikskólabraut Háskólans á Akureyri mun halda utan um fundinn. Upplýsingar hjá ingamagg@simnet.is

Með kveðju

PAS nefndin

 


Svæði