Spjallkvöl Pasnefndar um upphaf grunnskólagöngu
Ertu að huga að grunnskólagöngu barnsins þíns eða er barnið þitt í fyrstu bekkjum grunnskóla? Þriðjudagskvöldið 14. júní kl. 20:00 mun Pasnefnd félagsins bjóða upp á spjallkvöld um upphaf grunnskólagöngu.
Við munum hittast á skrifstofu ÍÆ í Austurveri. Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir, grunnskólakennari og móðir og Kristbjörg S. Richter, grunnskólakennari og móðir munu hefja spjallið með stuttu innleggi. Við viljum hvetja alla áhugasama um að mæta og eiga góða kvöldstund með mikilvægu umræðuefni. Nefndin stefnir að því að bjóða félagsmönnum á landsbyggðinni að tengjast með Skype á sem flesta viðburði. Vinsamlegast hafið samband á pas@isadopt.is ef þið óskið eftir að tengjast þannig.