Fréttir

Staðfesting á gjöfum til góðra mála

Íslensk ættleiðing hefur nú fengið staðfestingarskjöl vegna gjafa sem sendar hafa verið til verkefnis sem kallast Tomorrow plan og er unnið á vegum stjórnvalda í Kína. 

Markmið Tomorrow plan verkefnisins er að bæta lífsgæði fatlaðra barna í Kína með læknisaðgerðum og er vonast til að börnin verði síðan ættleidd af kínverskum eða erlendum kjörfjölskyldum.  Þetta verkefni hefur tekist mjög vel og þúsundir munaðarlausra barna hafa öðlast betra líf.

Íslensk ættleiðing styrkir einnig verkefni í Kalkúttaborg á Indlandi, þaðan sem stærsti hópur barna hefur verið ættleiddur til íslenskra foreldra.

Þeir sem vilja styrkja verkefnin geta ennþá keypt fallegu stuttermabolina sem ÍÆ hefur selt síðasta árið.  Stærðirnar 80, 92, 104 og 116 eru ennþá til, ásamt medium og 3xl og 4xl.  Uppseldar eru stærðirnar  xs, s og svo large. 

Apríl staðfesting.

Maí staðfesting.


Svæði