Fréttir

Starf framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar

Elísabet Hrund Salvarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar og mun hún hefja störf þann 1. febrúar næstkomandi. Elísabet hefur starfað sem  mannauðsstjóri og sérfræðingur í fjármálum hjá Torg ehf. en hún hefur áralanga reynslu af stjórnunarstörfum. 

Elísabet hefur setið í stjórn Íslenskrar ættleiðingar síðastliðin átta ár og sem stjórnarformaður félagsins síðustu fimm ár.  Elísabet er formaður samtaka ættleiðingarfélaga á norðurlöndum, Nordic Adoption Council (NAC).  Þar að auki er hún fulltrúi Íslands í EuroAdopt, samtökum ættleiðingarfélaga í Evrópu. 

Elísabet býr yfir  mikilli þekkingu á ættleiðingarmálum, bæði sem móðir 2ja ættleiddra barna frá Tékklandi og í gegnum reynslu sína af störfum innan málaflokksins, bæði hérlendis og erlendis.

Elísabet er alþjóðamarkaðsfræðingur að mennt auk þess sem hún hefur stundað nám við mannauðsstjórnun og stjórnun hjá Háskóla Íslands.

Félagið telur sig afar lánsamt að hafa fengið Elísabetu til liðs við sig og hlakkar til komandi tíma. 


Svæði