Starf framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar
Starf framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar er laust til umsóknar. Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar er í Skipholti 50b, 105 Reykjavík.
Félagið leitar eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingi með áhuga á ættleiðingum og málefnum þeim tengdum.
Íslensk ættleiðing eru frjáls félagasamtök með löggildingu frá dómsmálaráðuneytinu til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Markmið félagsins er að veita þeim sem vilja ættleiða börn erlendis frá aðstoð með það að leiðarljósi að hagsmunir barnsins séu ávallt í fyrirrúmi. Þá er markmið félagsins einnig að stuðla að velferð kjörfjölskyldna fyrir og eftir ættleiðingu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri félagsins.
- Milligönguhlutverk um ættleiðingu barna erlendis frá.
- Stefnumótun, samningagerð og áætlanagerð.
- Eftirfylgni með stefnu og ákvörðun stjórnar.
- Tryggja að stefnu félagsins og lögum sé fylgt eftir.
- Ábyrgð á starfsemi félagsins gagnvart stjórn.
- Samskipti við hagsmunaaðila.
- Koma á framfæri og viðhalda traustu sambandi við félagsmenn, samstarfsaðila og stjórnvöld.
- Umsjón með fjárhagslegri afkomu félagsins.
- Málsvari og almannatengslafulltrúi félagsins.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af stjórnun, stefnumótun og áætlanagerð.
- Reynsla og þekking á bókhaldi og reikningsskilum.
- Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi.
- Þekking á stjórnsýslu.
- Þekking á íslenskum lögum og reglum um ættleiðingar auk þekkingar á Haag samningnum um vernd barna og samvinnu á milli landa.
- Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn þarf að fylgja ferilskrá, afrit af prófskírteinum og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Um er að ræða fullt starf.
Umsóknarfrestur er til og með þriðjudagsins 23. apríl 2024.
Umsóknir berist á netfangið isadopt@isadopt.is
Nánari upplýsingar veitir
Elísabet Hrund Salvarsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, isadopt@isadopt.is.