Fréttir

Starf framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar

Ásta Sól Kristjánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar og mun hún hefja störf 12.ágúst næstkomandi.  

 Ásta Sól er með MA í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og BA í ensku og kynjafræði. Hún hefur   víðtæka starfsreynslu bæði innanlands og erlendis. Hún var verkefnastjóri Snorraverkefna á vegum Norræna   félagsins og Þjóðræknisfélags Íslendinga (ÞFÍ) í tæpa tvo áratugi samhliða því að vera framkvæmdarstjóri ÞFÍ.   Markmið Snorraverkefnanna og ÞFÍ er að efla tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga sem flust hafa til   Kanada og Bandaríkjanna.

 Einnig hefur Ásta Sól unnið við blaðamennsku og kvikmyndagerð. Hún var í stjórn Tilveru, samtaka um   ófrjósemi sem varaformaður í 10 ár. Ásta Sól hefur m.a. verið sjálfboðaliði hjá Rauða kross Íslands þar sem hún aðstoðaði flóttafólk að aðlagast íslensku samfélagi.  

Félagið fagnar ráðningu Ástu Sólar og hlakkar til komandi tíma.  

Elísabet Hrund núverandi framkvæmdastjóri mun vera félaginu til aðstoðar þar til nýr framkvæmdastjóri hefur tekið við og hjálpar til við að koma henni inn í mál félagsins. 
Elísabet mun svo aðstoða í ákveðnum verkefnum eftir að nýr framkvæmdastjóri hefur tekið við. 

 


Svæði