Stutt í næsta aðalfund
Í samþykktum Íslenskrar ættleiðingar segir m.a:
Aðalfundur skal haldinn í marsmánuði ár hvert. Skal hann boðaður bréflega eða með öðrum sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara.
Venja er að aðalfundir félagsins séu haldnir í lok mars og þá gjarnan á fimmtudegi. Það má því fastlega gera ráð fyrir að aðalfundur ÍÆ 2013 verði haldinn 28. mars klukkan 20 og boðaður eigi síðar en þann 7. mars.