Sumarnámskeið í kínversku og kungfu
Spennandi sumarnámskeið fyrir börn og unglinga sem vilja læra kungfu og kínversku. Námskeiðin standa frá 18. júní til 18. júlí og hægt er að bóka viku í senn. Kennt verður eftir hádegi kl. 13:00 – 15:00.
Góð hreyfing og skemmtileg áskorun að læra framandi tungumál! Kennsluefni fylgir með námskeiðinu.☯️✨🐉
Kungfu er bardagaíþrótt sem leggur áherslu á að kenna sjálfsvörn, mýkingu og styrkingu líkamans og einbeitingu hugans. Lögð er áhersla á í námskeiðinu að hafa gaman og að það sé leikur að læra.
Námskeiðið er haldið af Heilsudrekanum í samstarfi við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós við Háskóla Íslands og Wushu félag Reykjavíkur.
Báðir kennarar koma frá háskólum í Kína og hafa mikla reynslu af kennslu.
Sendið fyrirspurnir og skráningar á: heilsudrekinn@heilsudrekinn.is