Fréttir

Þjóðhátíðardagur Indlands

Sendiherra Indlands á Íslandi, B. Shyam og sendiherrafrú Ramya Shyam buðu til viðburðar í tilefni af því að 74 ár eru líðin frá því að Indland varð lýðveldi. Skrifstofu og stjórn Íslenskrar ættleiðngar var boðið að fagna með sendiráðinu ásamt öðrum, en 164 börn hafa verið ættleidd frá Indlandi til Íslands.

Heldu sendiherra Indlands, forseti Alþingis og fjármálaráðherra Íslands ræður þar sem t.d. var minnst á það góða samstarf sem er á milli Íslands og Indlands á mörgum sviðum. Gestir fengu kennslu á yoga æfingum og voru allir hvattir til að nýta sér yoga kennslu sem boðið er uppá í sendiráðinu.

 


Svæði