Fréttir

Þjónusta talmeinafræðings fyrir fjölskyldur Íslenskrar ættleiðingar

Frá og með haustinu 2009 mun Ingibjörg Símonardóttir, sérkennari og talmeinafræðingur, bjóða félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar ráðgjöf í tengslum við mál- og talþroska ættleiddra barna.

Ingibjörg verður með aðstöðu á nýrri skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar í Austurveri. Hægt verður að koma í viðtal til hennar þar eða hringja og fá símaviðtal.

Ingibjörg verður við á eftirtöldum dögum í haust:

Fimmtudaginn 15. október kl. 11-13

Fimmtudaginn 29. október kl. 11-13

Fimmtudaginn 12. nóvember kl. 11-13

Föstudaginn 4. desember kl. 11-13

Utan þess tíma er hægt að leggja inn skilaboð til hennar eða senda tölvupóst áisadopt@isadopt.is

 

Svæði