Fréttir

Tillaga til þingsályktunar

Í gær 17.10.2005 var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga um styrki til ættleiðenda. Þingmennirnir Guðrún Ögmundsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Dagný Jónsdóttir, Þuríður Backman, Katrín Júlíusdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Jónína Bjartmarz, Rannveig Guðmundsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Birkir J. Jónsson lögðu tillöguna fram.

Alþingi ályktar að fela heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að setja reglur um styrki til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum. Styrkupphæðir og reglur taki mið af því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Styrkir verði greiddir eftir komu barns til landsins og verði jafnframt skattfrjálsir. Tryggingastofnun ríkisins hafi milligöngu um greiðslu styrkjanna, eins og um annan kostnað við meðgöngu og fæðingu sé að ræða, og sjái jafnframt um nánari útfærslu á styrkjum þessum.

þingskjal 213 - 213 mál, 132. löggjafarþing 2005 - 2006

Hægt er að nálgast þingsáklyktunartillöguna ásamt greinargerð á vef Alþingis.

Við hvetjum alla félagsmenn til að tala við þingmenn sína eða senda þeim tölvupóst og útskýra nauðsyn þess að styrkirnir komist á á Íslandi eins og í nágrannalöndunum. Þetta er í þriðja sinn sem þingsályktunartillaga um styrki til ættleiðenda er lögð fram og nú verður hún að hljóta samþykki Alþingis.
Þá er samt enn eftir að vinna lagafrumvarp um málið sem einnig þarf samþykki Alþingis. Auðvelt verður að nálagast fyrirmyndir í norrænum lögum um ættleiðingarstyrki og þarf vinna að frumvarpinu ekki að taka langan tíma, ef meirihluti Alþingis sýnir skilning á málefnum okkar sem glímum við ófjósemi.


Svæði