Fréttir

Tímaritið Fyrstu skrefin

Í nýjasta tölublaðinu af Fyrstu skrefin, 1. tbl. maí 2007, er skemmtilegt viðtal við kjörfjölskyldu sem á 3 börn, ættleidd frá Indlandi og Kína og heimatilbúið. Blaðið er í búðum núna og er fróðlegt fyrir kjörfjölskyldur að lesa og sérlega skemmtilegt fyrir þá sem bíða og fjölskyldur þeirra. Í viðtalinu eru nokkur gullkorn, m.a. þessar ráðleggingar til þeirra sem vilja ættleiða:

Í okkar huga er mjög mikilvægt að vera búin að afgreiða sorgina sem allir upplifa í tengslum við ófrjósemi áður en tekin er ákvörðun um að ættleiða barn. Hefjið ættleiðingarferlið með gleði og eftirvæntingu í hjarta.

Ættleiðing er ekki annars flokks leið til að eignast barn heldur fyrsta flokks leið til að eignast fjölskyldu.


Svæði