Um biðlista- og lokagreiðslur
Á stjórnarfundi Íslenskrar ættleiðingar þann 30. mars síðastliðinn var gerð eftirfarandi samþykkt:
Stjórnin ákveður að hækkanir á biðlista og lokagreiðslum, sem ákveðnar höfðu verið komi ekki til framkvæmda í þeirri mynd sem kynnt var með bréfi dagsettu 16.03.2009, en verði teknar til endurskoðunar og kynntar á síðari hluta árs. Ástæður þessa má rekja til óvissu um efnahagsástand og greiðslugetu fjölskyldna.