Fréttir

Útilega 29.júní - 1.júlí - aflýst

Löng hefð er fyrir útilegum á vegum félagsins, en síðustu ár hefur þátttaka í þeim verið dræm og hefur skemmtinefndin ekki staðið fyrir útilegum uppá síðkastið. Nú í sumar ætlar nefndin hins vegar að reyna að blása lífi í þessa fallegu hefð.

Helgin 29.júní til 1.júlí hefur orðið fyrir valinu og munu félagsmenn flykkjast í Brautartungi í Lundarreykjadal.

Félagsheimilið hefur verið vinsæll staður fyrir ættarmót, brúðkaup og aðra viðburði en í húsinu er stór salur sem rúmar um 200 manns í sæti. Öðru megin salarins er svið en hinumegin minni salur og rúmgott eldhús. Á efri hæð er setustofa með nokkrum sófum og sófaborðum. Sundlaug á staðnum, aðeins fyrir okkur og salur sem að um 30 manns geta gist í ef veður er með þeim hætti að fólk þarf að komast í skjól. Að ógleymdu tjaldsvæði sem við verðum með út af fyrir okkur þessa helgi.

Búið er að bóka Grillvagninn til að sjá um sameiginlegan kvöldverð á laugardeginum og vonandi náum við að setja saman skipulagða dagskrá með skemmtun og fjöri yfir helgina. Við óskum hér með eftir áhugasömum sem vilja koma að því að skipuleggja þessa helgi og hafa tök á því að leggja sitt af mörkum. Við vitum að í félaginu okkar eru margir hæfileikarríkir einstaklingar sem gætu komið að því að gera þessa helgi skemmtilega og minnistæða.

Skráning hefst í maí


Svæði