Fréttir

Útilegan 8.-10. júlí

Segja má að félagsstarfsemin nái hápunkti í júlímánuði ár hvert með hinni sívinsælu útilegu Íslenskrar ættleiðingar. Að þessu sinni verður haldið í Borgarfjörðinn, helgina 8. - 10. júlí, nánar tiltekið við félagsheimilið Logaland í Reykholtsdal.

Sjá leiðarkort undir Myndir

Við hliðina á félagsheimilinu er grasflöt sem við tjöldum á en snyrting er í félagsheimilinu sjálfu. Þá höfum við einnig félagsheimilið sem afdrep ef veðrið ætlar að stríða okkur. Gjald fyrir þessa aðstöðu er 1500 kr per mann 14 ára og eldri yfir helgina.

Að venju verður margt til skemmtunar, ratleikur, söngstund og nammikallinn vinsæli mætir á svæðið og svo er ætlunin að grilla saman á laugardagskvöldinu. Heyrst hefur að óvæntir ferfættir gestir ætli að mæta á svæðið.

Því miður er ekki boðið upp á innigistingu á staðnum. Við viljum þó benda fólki á að í næsta nágrenni eru ýmsir möguleikar á innigistingu t.d. hótel og ferðaþjónusta bænda.

Sundlaug er á Kleppjárnsreykjum sem er í næsta nágrenni við Logaland. Þá eru verslanir bæði á Kleppjárnsreykjum í Reykholti.

Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt og sannað að útilegan er góður vettvangur fyrir þá félagsmenn sem enn eru barnlausir. Við viljum því hvetja alla félagsmenn, hvar sem þeir eru staddir í ættleiðingarferlinu, til að fjölmenna í Borgarfjörðinn.

Vinsamlegast athugið að skemmtinefnd félagsins mun rukka inn gjald fyrir tjaldstæðin og aðstöðu hjá félagsmönnum. Um leið og greiðsla er innt af hendi fá félagsmenn afhenta dagskrá fyrir helgina. Við viljum benda á að því miður getum við ekki tekið við greiðslu með debet- eða kreditkortum


Svæði