Fréttir

Vegna barna á Haítí

Í tilefni af fréttum um aðstæður barna á heimilum munaðarlausra á Haítí sendi Íslensk ættleiðing í morgun erindi til ráðherra dómsmála- og mannréttinda, Rögnu Árnadóttur.

Í bréfinu segir meðal annars:

Ef ríkisstjórnir og hjálparsamtök heimsins ætla að bregðast við jarðskjálftunum á Haítí með því að veita munaðarlausum börnum þar fjölskyldur, þá er rétt að hafa í huga að hérlendis eru rúmlega eitt hundrað fjölskyldur að bíða eftir að fá að ættleiða barn, auk þess sem ríflega þrjátíu einhleypar konur bíða eftir að fá að komast á biðlista og það er hugsanlegt að eitthvað af þessu fólki sé tilbúið til að verða fjölskylda barns frá Haítí og ala það upp við ást, skilning og umhyggju.

Erindið má sækja hér í heild sinni sem pdf skjal.

 

Svæði