Fréttir

Vel heppnað afmælismálþing

Íslensk ættleiðing fangar 40 ára afmæli sínu á þessu ári og að því tilefni stóð félagið fyrir málþingi í mars. Glæsileg dagskrá var í boði fyrir gesti málþingsins og voru fyrirlesararnir ekki af verri endanum. Forseti Íslands setti málþingið og afhenti formanni félagsins hljóðneman, en Elísabet Hrund sagði frá helstu vörðum í 40 ára sögu félagsins. Þá tók Sarah Naish við keflinu og fræddi ráðstefnugesti um Therapeutical parenting, sem er aðferðafræði sem hún hefur þróað með samstarfsfólki sínu í Bretlandi. Jórunn Elídóttir ætti að vera félagsmönnum kunn, en hún hefur verið viðloðandi fræðslustarf félagsins lengi. Hún flutti erindi um ímyndunarafl ættleiddra barna og sagði frá því hvers vegna það er svo mikilvægt börnum sem vantar framan á sögu sína. Síðasta erindi dagsins var svo í höndum Hildar Óskar Gunnlaugsdóttur, meistaranema í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Hildur sagði frá frumniðurstöðum í meistaraverkefni hennar þar sem hún rannsakar líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga.

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir stýrði málþinginu af festu og lipurð og kann félagið henni bestu þakkir fyrir.

_S4I4948.jpg


Gestir málþingsins liðu svo út undir fögrum tónum Kristínar Óskar Wium Hjartardóttur og börnunum hennar. Fjölskyldan söng þrjú lög og byrjaði Kristín Ósk á lagi Leonard Cohen Hallelujah og lék Davíð Máni á gítar, þá tók Aðalbjörg Ósk við hljóðnemanum og söng lagið Like I'm gonna loose you, en Davíð skipti á gítarnum og ukulele. Þá var komið að Sesselju Ósk sem söng Rise up en mamma hennar spilaði undir á píanó. Flutningur fjölskyldunnar var hugljúfur og var gaman að krydda málþingið með hæfileikum þeirra.


Svæði