Fréttir

Viðræður um sameiningu A.Æ. og Í.Æ.

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar barst í gær ósk frá Alþjóðlegri ættleiðingu um viðræður um sameiningu félaganna.

Í erindi Alþjóðlegrar ættleiðingar segir m.a:
Það er einlæg trú okkar að ættleiðingarmálum á Íslandi verði best borgið í einu sameinuðu félagi, og óskum við því eftir að hefja sameiningarviðræður sem fyrst.

Á aðalfundi A.Æ. var samþykkt að ganga til viðræðna við Íslenska ættleiðingu og stjórn A.Æ. fékk á fundinum umboð til að leiða þær viðræður fyrir hönd félagsins.

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar fjallaði um beiðnina á fundi síðdegis í dag og var hún samþykkt samhljóða. Skipuð var viðræðunefnd sem starfa mun undir forystu Pálma Finnbogasonar en auk hans sitja í nefndinni Finnur Oddsson varformaður Í.Æ. og Hörður Svavarsson formaður félagsins.


Svæði