Fréttir

Vilt þú hlaupa fyrir Í.Æ?

Íslensk ættleiðing hefur verið skráð á lista yfir félög sem hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir.

Þeir sem ætla að hlaupa einhverja vegalengd í næsta Reykjavíkurmaraþoni geta nú hlaupið í nafni Íslenskrar ættleiðingar og við hin getum heitið á þá hlaupara einhverri upphæð að eigin vali.

Þannig getum við unnið að því markmiði félagsins að aðstoða yfirgefin börn og þau börn sem búa við erfiðar aðstæður í heimalandi sínu en verða ekki ættleidd.

Vilt þú hlaupa fyrir Íslenska ættleiðingu? Þú getur skráð þig núna!


Svæði