Fréttir

Vinnureglur um tölvupóst og netnotkun

Eins og kemur fram í fundargerð frá seinasta stjórnarfundi Íslenskrar ættleiðingar hafa verið teknar í notkun vinnureglur um meðferð tölvupósts hjá Íslenskri ættleiðingu með vísan til 11. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Í reglunum er skilgreind stefna sem Íslensk ættleiðing fylgir varðandi netvöktun. Sú stefna telst vera þáttur í öryggiskerfi félagsins, sbr. 3. gr. reglna nr. 299/2001 um öryggi persónuupplýsinga. En með netvöktun er átt við óreglubundnar athuganir vegna tilfallandi atvika og viðvarandi eða reglubundið endurtekið eftirlit félagsins með netnotkun á þess vegum.

Vinnureglurnar bera heitið:
Vinnureglur um meðferð tölvupósts með endingunni isadopt.is í póstfangi og netnotkun starfsmanna og annara fulltrúa íslenskrar ættleiðingar.

Reglurnar heyra undir ábyrgðarsvið Húsnæðisnefndar eins og það er skilgreint í greinargerð með skipuriti félagsins en framkvæmdastjóri ber ábyrgð á framkvæmd reglnanna nema annað sé tilkynnt sérstaklega.

Upplýsingar um vinnureglurnar hafa verið vistaðar undir hnappnum Félagið sem er efst í valröndinni á heimasíðu félagsins en þar má einnig sækja þær í heild sinni sem pdf skjal.


Svæði