Fréttir

Vinum ÍÆ fjölgar ört á Facebook

Íslensk ættleiðing hefur nú verið með síðu á samskiptamiðlinum Facebook í hálft ár og undanfaran mánuði hefur vinum félagsins fjölgað hratt.

Þeir eru nú orðnir meira en tvö hundruð og fimmtíu en svo skemmtilega vildi til að vinur Í.Æ. númer 250 varð einmitt Ketil Lehland sem Noregskonungur heiðraði í gær fyrir ævistarf sitt að réttindamálum barna.

Það er mikill kostur fyrir félag eins og Íslenska ættleiðingu að eiga aðgang að svo gagnvirkum samskiptamiðli sem Facebook er. Tengslanet félagsins styrkist við þetta og upplýsingaflæði á báða bóga eykst. Þannig er t.d. hægt að koma á framfæri upplýsingum sem ekki hentar jafn vel að setja á formlega heimasíðu félagsins, en við nýtum okkur líka iðulega tækifærið og vekjum athygli á nýju efni heimsíðunnar með því að linka á það á Facebooksíðunni. Þessir tveir miðlar vinna því vel saman og bæta hvor annan upp.

Við hvetjum þá sem vilja vera í góðu sambandi við félagið að gerast vinir Íslenskrar ættleiðingar á Fecbook.


Svæði