visir.is - Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995
Daníel Freyr Birkisson skrifar 27. nóvember 2017 09:53
Samkvæmt tölunum voru 32 einstaklingar ættleiddir árið 2016 og voru frumættleiðingar 15 en stjúpættleiðingar 17. Frumættleiðingar frá útlöndum voru 12 en stjúpættleiðingar 17. Til samanburðar voru ættleiðingarnar 47 talsins árið 2015.
Með stjúpættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni eða kjörbarni maka umsækjanda. Árið 2016 voru stjúpfeður í öllum tilvikum kjörforeldri stjúpættleiðingar en það hefur jafnan verið algengast.
Frumættleiðing er þegar barn sem ekki er barn umsækjanda er ættleitt.
visir.is - Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995