Aðalfundur 23.mars 2021
Fundargerð aðalfundar Íslenskrar ættleiðingar, mánudaginn 23.mars 2021, kl. 20.00.
Fundarstaður: Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík.
Mætt af hálfu stjórnar: Elísabet Hrund Salvarsdóttir stjórnarformaður, Berglind Glóð Garðarsdóttir, Dylan Herrera (fjarfundi) og Lísa Björg Lárusdóttir. Fjarverandi voru: Ari Þór Guðmannsson, Magali Mouy og Sigurður Halldór Jesson.
Mætt af hálfu starfsfólks skrifstofu: Kristinn Ingvarsson, framkvæmdarstjóri, Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri og Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi.
Fundargerð aðalfundar ritaði: Ragnheiður Davíðsdóttir
Dagskrá aðalfundar:
- Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
- Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins lagður fram til samþykktar.
- Kjör stjórnar
- Ákvörðun árgjalds.
- Breytingar á samþykktum félagsins
- Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Elísabet Hrund Salvarsdóttir stjórnarformaður Íslenskrar ættleiðingar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Stjórnarformaður tilnefndi Ingibjörgu Valgeirsdóttir fundarstjóra og Ragnheiði Davíðsdóttur fundarritara og var það samþykkt af fundarmönnum.
Fundarstjóri bauð fundarmenn velkomna og kallaði eftir mótmælum um boðun fundarins.
Engin andmæli bárust og telst fundurinn því löglega boðaður án athugasemda.
Fundarstjóri fór yfir dagskrá fundarins og bauð stjórnarformanni að kynna skýrslu stjórnar og ársreikning félagsins.
1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
Stjórnarformaður kynnti og fór yfir skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2020.
Borin var upp sú spurning hvort Covid-19 væri að hafa áhrif á ættleiðingar. Svarað var á þá leið að í sumum löndum væru færri börn að koma því ástandið í upprunalandinu væri ekki gott. Hinsvegar hafi ekki verið mikil fækkun á norðurlöndunum og t.d. í Noregi var aukning á umsóknum. Covid-19 hefur aðeins haft áhrif hér heima á tímann frá pörun og þar til fólk getur farið út að sækja barnið sitt en það hefur t.d. verið neyðarstig og útgöngubann í Tékklandi.
Spurt var um breytingar á þjónustusamning. Stjórnin er í þeim farvegi núna að leita annarra leiða til að fá inn fjármagn svo hægt sé að sinna fræðslu, ráðgjöf og stuðning sem er svo mikilvæg.
Ekki fleiri spurningar og fundarstjóri þakkar fyrir yfirferð á skýrslu.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins lagður fram til samþykktar.
Stjórnarformaður fór yfir reikninga og rekstur síðasta árs. Árið 2019 var halli í rekstri félagsins en rekstur var í plús árið 2020. Ýmislegt sem skýrir það en á þessu ári voru t.d. engir fundir erlendis og ekki hægt að heimsækja samstarfslönd vegna Covid-19.
Fundarstjóri ber ársreikning 2020 til samþykktar.
Ársreikningur samþykktur samhljóða fyrir starfsárið 2020.
3. Kjör stjórnar
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta.
Að þessu sinni er kosið um 4 sæti stjórnarmanna og bárust 4 framboð.
Magali Mouy og Ari Þór Guðmannsson láta af störfum.
Er þeim þakkað fyrir gott samstarf síðustu ár og var klappað fyrir þeim.
Elísabet Hrund Salvarsdóttir og Lísa Björg Lárusdóttir gefa áfram kost á sér til stjórnarsetu. Brynja Dan Gunnarsdóttir og Tinna Þórarinsdóttir bjóða sig fram í fyrsta sinn. Þær teljast sjálfkjörnar og eru stjórnameðlimir næstu tveggja ára. Nýjir stjórnarmenn boðnir velkomnir með lófataki.
4. Ákvörðun um árgjald:
Stjórnarformaður leggur til að árgjald félagsins haldist óbreytt og verði áfram 3.500 kr.
Fundarstjóri spyr hvort einhver mótmæli eða komi með aðrar tillögur.
Svo er ekki og árgjald telst því samþykkt.
5. Breytingar á samþykktum félagsins
Breytingar á samþykktum félagsins þarf að skila inn fyrir 31.janúar 2021.
Engin breytingartillaga barst að þessu sinni.
6. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Engin önnur mál tekin fyrir.
Fundarstjóri þakkar fyrir góðan fund.
Þakkir sendar til fyrri stjórnarmeðlima fyrir frábær störf í þágu félagsins og nýjir stjórnarmeðlimir boðnir velkomnir með lófataki.
Fundi slitið kl. 20:55