Fréttir

Aðalfundur 26.11.1984

Aðalfundur haldinn á Hótel Loftleiðum 26. nóvember 1984.

Fundarstjóri var skipaður Birgir Sigmundsson og setti hann fundinn kl. 20:45 en fyrsti liður var skýrsla formanns og var hún flutt af Guðbjörgu Alfreðsdóttur og ræddi hún m.a. um bréfaskipti sem orðið hafa á liðnu starfsári en því miður lítinn árangur borið. Síðan ræddi Guðbjörg um aðdraganda sambandsins við Sri Lanka og sagði frá komu Dammas Hordijk frá Hollandi daganna 15-20 nóvember síðastliðinn.
Næsti liður var reikningar félagsins og bar Birgir Sigmundsson þá upp og voru þeir samþykktir samhljóða. 
Þriðji liður var kosning stjórnar og var tillaga stjórnar samþykkt samhljóða en hún var eftirfarandi:
Elín Jakobsdóttir formaður
María Pétursdóttir varaformaður
Sigurður Karlsson gjaldkeri
Birgir Sigmundsson ritari
Monika Blöndal meðstjórnandi
Guðbjörg Alfreðsdóttir 1. varamaður
Guðrún Ó Sveinsdóttir 2. varamaður

Fjórði liður var kosning endurskoðenda og nefnda og fór hún svo að endurkjörið var í öllum tilfellum;
Endurskoðendur:
Ásmundur Karlsson og Grímur Einarsson
Skemmtinefnd:
Júlíus Júlíusson, Sigrún Edvald og Ester Halldórsdóttir
Fræðslunefnd:
Ágústa Bárðardóttir, Marnhild Kambsenni, og Reynir Haraldsson.

Fimmti liður  var þá borinn upp en það voru félagsgjöld og voru þau samþykkt óbreytt þ.e. 400 kr. fyrir hver hjón en jafnframt samþykkt lagabreyting þess efnis að greiðist félagsgjöld ekki 2 samliggjanda ár skoðast viðkomandi hafa sagt sig úr félaginu.

Sjötti og síðasti liður var önnur mál og ræddi Elín Jakobsdóttir þá fyrst um fjar-ættleiðingar sem okkur standa til boða um séra Bernharð Guðmundsson.
Þá kom kveðja frá Akranesi en jafnframt kvörtun um fundartíma en æskilegt væir að slíkir fundir gætu verið um helgar og þá helst eftir hádegi.
Trausti Gunnarsson tók þá til máls og sagði frá ferð sinni til Sri Lanka og við hverju fólk mætti búast er þangað kæmi og gaf Trausti góðar ábendingar og ráðleggingar til þeirra er þangað eiga eftir að leggja leið sína í ættleiðingarerindum.
Síðastur talaði Birgir Sigmundsson og rakti frá upphafi til enda gang pappírsmála og hvernig fólk skyldi snúa sér í því jafnframt því að svara fyrirspurnum um alla mögulega hluti varðandi þessi mál.

Fundi var slitið kl. 23.

Mæting var nokkuð góð, mættir voru ríflega 50 félagar bæði frá Reykjavík og utan af landi.

Sigurður Karlsson.


Svæði