Fréttir

Aðalfundur 31.10.1981

Aðalfundur haldinn 31.oct 1981 að Hótel Loftleiðum.

Formaður félagsins Guðrún Helga Sederhom setur fundinn.
Fundarstjóri var Vésteinn Ólason.

1.  Lesin var fundargerð síðasta aðalfundar.

2. Formaður flutti skýrslu sína. Gerð var grein fyrir samskiptum okkar við mr. Johnson á Mauritius eyju en út úr því sambandi hefur ekkert komið enn, en vera má að hann komi sjálfur til Íslands á næstunni til viðræðna.
Einnig kom fram að stjórnin hafi sent fyrirspurnarbréf til 17 ræðismanna í ýmsum löndum vegna hugsanlegra ættleiðinga frá þessum löndum. Borist hafa svör frá níu löndum, þar af 4 jákvæð eða frá Indlandi (New Dehli og Bombay, Pakistan (Islamabad) og Mexico. Neikvæðu svörin voru frá Tyrklandi (Istanbul), Pakistan (Karachi), Venesuela (Caracas), Brazilíu (Rio de Janero) og Thailandi (Bankok).Búið er að senda umsóknir til þessara landa og í meðfylgjandi bréfum frá stjórninni er yfirleitt farið fram á að tvenn til þrenn hjón fái að fara saman. Einnig er farið fram á kostnaðaráætlanir.
Þá skal geta þeirra barna sem komið hafa á vegum félagsins á þessu ári. Í vor kom eitt barn frá Tyrklandi. Ekki er séð út um hvort áframhald verði á þessu sambandi. Amk. 7 börn verða komin á þessu ári á vegum félagsins frá Indónesíu.

3. Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum félagsins.
Tekjur félagsins kr. 9.600.-
Gjöld á árinu kr.2.338.70
Innistæða á ávís.reikn. 8.605.-
Einnig var gerð grein f. eignum félagsins sem er ein ritvél.

Reikningar höfðu ekki verið endurskoðaðir þar sem ekki hafði teksit að ná í endurskoðendur. Reikningar voru samþykkti án mótatkvæða með fyrirvara um endurskoðun.

4. Umræður um skýrslu formanns og reikninga.

5. Stjórnar- og nefndarkjör.
Stjórn og embættismenn voru endurkjörnir nema það að stjórninni var falið að mynda nýja skemmtinefnd þar sem einn nefndarmaður er fluttur úr landi.

6. Umræður:
Tillögur stjórnar
1) Breyta nafni félagsins á bankareikningi úr Ísland-Kórea í Íslensk ættleiðing.

Þessi tillaga var samþykkt.

2) Félagsgjöld verði felld niður á stjórnarmeðlimi v/símakostnaðar í þágu félagsins.

Samþykkt.

3) Árgjald verði óbreytt kr. 100.- á mann.

Samþykkt.

4) Tillaga um að fella niður c-lið í 2. grein laga félagsins um hlutverk þess sem er svohljóðandi: að efla tengsl með þeim fjölskyldum sem hafa ættleitt börn.

Nokkrar umræður urðu um þetta en þar kom m.a. fram skýring á tilkomu þessarar greinar en tengslin voru hugsuð milli foreldra þessara barna ef upp kæmu vandamál seinna meir.
Rætt var um áframhaldandi tilurð menningar og fræðslunefndar og var samþykkt tillaga Vésteins Ólasonar um að kannað yrði m/fyrirspurn í félagsbréfi hugur félagsmanna til menningarsamstarf við hin ýmsu lönd sem börn hafa verið að ættleidd frá. Einnig var samþykkt að sett yrði á stofn, nefnd til að vinna að auknum réttindum kjörforeldra og stjórninni falið að finna fólk í þá nefnd.
Samþykkt var tillaga um að senda lög félagsins út í félagsbréfi.

Fundi slitið.


Svæði