Fréttir

Aðalfundur 5. nóv. 1978

Fundur var settur kl. 2 af foramnni og skipaður var fundarstjóri, Víkingur Ólason og fundarritari Anna Guðmundsdóttir.
Formaður las síðan upp skýrslu sína frá síðasta ári og sagði hann meðal annars; síðan félagið var stofnað hefur einkum verið unnið að því að reyna að opna fyrir ættleiðingu frá Kóreu. Var Pétur Eggetz frá utanríkisráðuneytinu fenginn til þess að reyna að greiða götur félagsins og var hann okkur mjög hliðhollur á meðan hann gengdi því starfi. Eitt að fyrstu verkefnum þessar stjórnar var að fá leyfi hjá Hjálparstofnuninni um að yfirtaka starf þeirra og tóku þeir því með fegins hendi. Ætlaði að fá biskupinn til þess að aðstoða okkur en ekki vildi hann þar neitt koma nærri. Skrifað var bréf til Norsk - Koreaforening um stofnun félagsins og afhenti Njörður P. Njarðvík frú Finch það persónulega sem sagði að N - Koreaforening myndi vinna vel að okkar málum, og væri Íslendingum velviljaðir á allan hátt. Síðan leið og beið og ekkert skeði þótt ýtt hafi verið á ráðuneytið að okkar hálfu. Um mánaðarmótin apríl-maí virtist koma grænt ljós. Og fengum við þær fréttir frá N-K að nú væri málið að leysast og umsóknir frá árinu '77 staðfestar. En allt fór í baklás. En þa hafði frú Finch verið bjartsýn að aftur myndi takast að opna fyrir þetta eftir c.a. þrjá mánuði. Síðan eru farnar út 14 umsóknir.
Þegar líða fór á ágústmánuð og ekkert hafði skeð, var skrfiað til N-Koreaforening en því bréfi var ekki svarað fyrr en eftir 2 1/2 mánuð. Og þá eftir ítrekun frá Nirði P. Njarðvík. Og þá fengust ekki upplýsingar út af hverju ekki tókst að opna fyrir í maí eða ágúst. Hafði nú Pétur Eggertz látið af störfum, og tók við af honum Þorsteinn Ingólfsson. Var nú bréf sent til Kóreu frá Ísl-sendiráðinu og var því falið að halda fullum þrýsting á þetta mál, en lítið gengur í því.
Fyrir þennan fund var hringt til frú Finch til þess að fá upplýsingar fyrir fundinn, en litlar fréttir, aðrar en þær að N-K ynni alltaf að þessu máli, einnig sagði hún að N-K væri farinn að vinna að því á fullum krafti að ath. möguleika á ættleiðingu frá Tailandi og Filipseyjum. Eftir að formaður félagsins hafði lokið skýrslu sinni las Ásrún Jónsdóttir upp reikninga félagsins.
Félagsgjöld voru innheimt fyrir 140.000-. Í ritföng fóru 43.870, frímerki 11.5 og leiga á fundarsal 2.000. Efnahagsreikningur félagsins er 82.555 sem lagt er á áv.reikning í Iðnaðarbankanum. Voru reikn. félagsins samþykktir.
Var nú orðið laust, og ræddu menn aðalega um stoppið sem Kórea hafði sett á Ísland. Kom nú tillaga frá stjórn félagsins um að félagsgjald yrði 2.500.- í stað 2.000.-. En fannst fólki það full lítið á miða við að það þyrfti að efla fél. á allan hátt. Kom upp sú tillaga að félagsgj. yrði 5.000.- og var það samþykkt með miklum meirihluta. Var nú komið að stjórnarkjöri og hafði stjórnin skipað uppstillingarnefnd og hafði hún stillt upp; Gylfa Má Guðjónssyni sem formanni, Ágústu Bárðardóttur ritara og Ástrúnu Jónsdóttur gjaldkera og myndu þau skipta með sér störfum. Og í varastjórn var stungið upp á Torfa Karlssyni og Önnu Guðmundsdóttur. Og endurskoðendur Sig. Sigurðsson og Elías Kristjáns.
Var þessi stjórn einróma samþykkt. Kom upp sú tillaga að hafa 3ja manna skemmtinefnd. Stungið var uppá Lísbeti, Gísla Gestssyni og Þóru Sveinsdóttur, var síðan þeim Margréti Þráinsdóttur og Birni bætt við.
Næst á dagskránni voru önnur mál. Og orðið gefið laust. Kom þá upp sú tillaga að kjósa í fræðslunefnd sem myndi annast að fá upplýsingar um land og þjóð þ.e.a.s. Kóreu. Reyna að komast yfir bækur og myndir, og að reyna að finna fók sem starfað hafi í Kóreu, sem gæti haldið fyrirlestra á fundum hjá félaginu.

Fundi var slitið um kl. 4:00


Svæði