Aðalfundur ÍÆ 04.11.1986
Aðalfundur félagsins var haldinn 4/11 '86 í Risinu við Hverfisgötu og hófst hann kl. 8:15. Mættir voru 68 fél. + stjórnin.
Engilbert Valgarðsson setti fundinn og valdi Helga Bjarnason sem fundarstjóra.
Fyrst á dagskrá var skýrsla formanns, formaðurinn fjallaði aðalega um það ástand sem er nú í ættleiðingarmálum, og rakti aðdragandan að stöðnuninni. Einnig rakti hann feril ættl. Á síðasta ári, mjög mörg hjón fóru út á tímabilinum okt. til mars.
Þá var komið að Guðrúnu að gefa skýrslu um peningamál engar athugasemdir voru gerðar, og skoðaðist hún samþykkt.
Samþykkt var að ársgjald yrði óbreytt kr. 1000.- fyrir næsta ár. Gert var kaffihlé.
Næst á dagskrá var kosning stjórnar.
Formaður: Engilbert Valgarðsson
Varaformaður: Guðrún Sveinsdóttir
Gjaldkeri: Helgi Bjarnason
Ritari: Jón Jónsson
Meðstjórnandi: María Rögnvaldsdóttir
1.varamaður: Hilmar Karlsson
2.varamaður: Friðrik Stefánsson
Undir 3lið þá fór formaðurinn nánar út í stöðu mála í þessu stoppi ættl.
Gerði grein fyrir því hvað fél. hefði gert í málunum - skrifað brég til Sri Lanka - norðurlandanna - Indlands. Og las upp það bréf sem sent hefur verið út.
Komið hefur í ljós að hægt er að fara til Líbanon að ættleiða börn - en kostn. Er um 11 þús dollarar.
Tyrkland er líka opið en kostn er um 160 þús ísl. frá þessum löndum eru fá börn á ári.
Tillaga kom upp um það að senda tvo fulltrúa til þess að fara út og ganga frá málum eftir að komið er á hreint með lögr + barnaheimili.
Samþykkt var að þau hjón sem fara út, greiði allan útlagðan kostnað sem fél þarf að leggja út fyrir það. Ca. 10.000.-
Fólk var duglegt að spyrja og var reynt að svara eftir bestu getu.
Fundi slitið kl. 10:00.
Elín Jakobsdóttir