Fréttir

Auka aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 26.10.2011

Auka aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 26. október 2011 kl. 20 í Háskólanum í Reykjavík.

Hörður Svavarsson formaður ÍÆ setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hörður var tilnefndur af fundarmönnum í stöðu fundarstjóra. Vigdís Ó. Sveinsdóttir var skipuð fundarritari. Var það samþykkt af fundarmönnum með lófataki. Þrjú mál voru á dagskrá þessa auka aðalfundar ÍÆ.

1. Kjör í stjórn

2. Styrktarfélag Íslenskrar ættleiðingar: Icelandic Adoption Support

3. Önnur mál


1. Kjör í stjórn.
Tveir voru í framboði til stjórnarsetu í stjórn Íslenskrar ættleiðingar. Anna Katrín Eiríksdóttir og Árni Sigurgeirsson voru sjálfkjörin. Fagnað með lófataki.

2. Styrktarfélag Íslenskrar ættleiðingar: Icelandic Adoption Support.
Á aðalfundi Íslenskrar ættleiðingar hinn 23. mars 2011 samþykkti aðalfundur að fela stjórn ÍÆ stofnun styrktarfélags vegna munaðarlausra barna sem ekki verða ættleidd. Vigdís Ó. Sveinsdóttir fór yfir samþykktir fyrir styrktarfélagið. Samþykkt með lófataki.

3. Önnur mál.
Formaður leggur fyrir fund tillögu að stofnun æskulýðsfélags ættleiddra barna á 22 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hinn 20. nóvember n.k. Samþykkt af fundi með lófataki.

Engin frekari mál voru til umræðu undir liðnum önnur mál.

Hörður Svavarsson formaður ÍÆ þakkaði félagsmönnum fyrir komuna og að svo búnu var fundi slitið kl. 21:00.

Vigdís Ó. Sveinsdóttir
fundarritari.


Svæði