Fréttir

Stjórnarfundur 28.02.2012

Stjórnarfundur 28. febrúar 2012

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 28. febrúar 2012 kl. 20:00

Mættir:

Anna Kristín Eiríksdóttir
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Árni Sigurgeirsson
Hörður Svavarsson
Jón Gunnar Steinarsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Kristinn Ingvarsson sat einnig fundinn. Stjórn samþykkti fundargerð síðasta stjórnarfundar.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerðir
2. Aðalfundur
3. Eftirfylgniskýrslur
4. Drög að minnisblaði til ráðherra
5. Önnur mál

1. Fundargerðir
Farið yfir eldri fundargerðir.

2. Aðalfundur
Farið yfir lagabreytingartillögur sem bárust fyrir 31. janúar 2012. Kjósa þarf tvo varamenn og fjóra aðalmenn í stjórn félagsins.

3. Eftirfylgniskýrslur
Ný gjaldskrá var samþykkt af stjórn hinn 22. febrúar 2011 og var ráðuneytinu tilkynnt þar um.

4. Drög að minnisblaði til ráðherra
Hörður fer yfir drög að minnisblaði til ráðherra. Samþykkt að framkvæmdastjóri sendir skrifstofustjóra ráðuneytisins minnisblaðið.

5. Önnur mál
Eyrún Einarsdóttir, starfsmaður ÍÆ hefur lagt fram uppsagnarbréf til stjórnar.

Pólland. Löggilding félagsins er að renna út. Lítið gerist þar og samskiptin eru bág. Framkvæmdastjóri félagsins mun tilkynna ráðuneytinu og pólskum stjórnvöldum um að ÍÆ hefur ekki í hyggju að óska eftir nýrri löggildingu.

Kína hefur nú hækkað öll gjöld fyrir umsækjendur frá og með 1. mars 2012.

Rætt um kostnað við merkingar á gluggum.

Fundi slitið kl. 20:50.

Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari


Svæði