Stjórnarfundur 01.02.2007
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 1. febrúar 2007, kl. 20:00
14. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2006
Mættir: Ingibjörg J., Ingibjörg B., Pálmi, Karl Steinar, Kristjana og Arnþrúður. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
Fundarstaður: Húsnæði ÍÆ, Ármúla 36, Reykjavík
1) Fjármál
Umræða um umsóknir um styrki til reksturs frá sveitarfélögunum og einkaaðilum. Ákveðið að fara í sérstaka undirbúningsvinnu til að afla styrkja hjá sveitarfélög og einkaaðilum.
2) Sýslumaðurinn í Búðardal
Komið hefur í ljós að dómsmálaráðuneytið hefur sent öll mál frá sér til sýslumanns í Búðardal. Stjórn ÍÆ lýsir yfir áhyggjum sínum um að þetta geti tafið málsmeðferð í einhverjum málum.
3) Aðalfundur
Hugsanleg dagsetning aðalfundar 15. mars. Reynt verður að fá Lene Kamm til að halda erindi á aðalfundinum. Ekki er búið að ákveða staðsetningu en það verður gert á næstu dögum.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla, 3 möguleikar; póstatkvæðagreiðsla, kjörkassi á skrifstofu ÍÆ, óbreytt ástand þ.e. engin utankjörstaðaratkvæðagreiðsla.
Ný lönd, nýjar leiðir; sér liður í dagskrá aðalfundar. Yfirferð yfir þau lönd sem er verið að skoða og hvaða möguleikar eru í boði.
4) Fundur með dómsmálaráðuneytinu
Ingibjörg J. og Guðrún sóttu fund hjá dómsmáluráðuneytinu 22. janúar síðastliðinn. Rætt var um ítarlegu sakavottorðin og ráðuneytið beðið um að endurskoða ákvörðunina um að senda þessi vottorð til erlendra ættleiðingaryfirvalda. Þá var rætt um breyttar reglur í Kína og túlkun á þeim og hvaða áhrif þær hafa. Einnig var rætt um fjármál en þörf er á sér fundi með ráðuneytinu til að ræða fjármálin frekar. Rætt var um möguleika ÍÆ á að byggja upp sambönd við ný lönd um ættleiðingar.
5) Suður-Afríka
Sigríður Dúna sendiherra í Suður-Afríku hefur svarað tölvupósti sem sendur var á hana og er hún tilbúin til athuga með möguleika á ættleiðingasambandi við Suður-Afríku. Ákveðið að senda Sigríði Dúnu formlegt erindi um að athuga möguleika á ættleiðingum frá Suður-Afríku.
Fyrirhugaður er fundur á norðurlöndunum með ættleiðingarstofnum sem eitt félag á hverju norðurlandanna er í sambandi við. Ákveðið að athuga með möguleika á að fá að vera með á þessum fundi eða að hitta þessa aðila á sama tíma.
6) Indland
Ráðstefna á Indlandi á þessu ári. Nýbúið að hafa samband við Anju og ekkert nema góðar fréttir frá henni. Starfsleyfið er ekki komið enn.
7) Tékklandsferlið
Eitt mál í gangi þar og samkvæmt lögfræðingi á ættleiðingarskrifstofunni þá er það í eðlilegu ferli.
8) Fréttir af NAC fundi
Guðrún sótti NAC fund helgina 20. – 21. janúar. Fundurinn var aðallega haldinn til að ræða NAC ráðstefnuna sem haldin verður í Finnlandi í september á þessu ári. Fram kom á fundinum að 20 til 40 prósent fækkun er á ættleiðingum á milli ára frá 2005 til 2006 hjá aðildarfélögunum. Finnar eru að byrja með námskeið fyrir þá sem eru að ættleiða í annað sinn og ættleiðingar systkina. Rætt var um hvernig hægt væri að auðvelda fólki biðina eftir barni þar sem ljóst er biðtíminn er að lengjast.
9) Skrifstofa
Búið að gera breytingar á skrifstofu þannig að hún henti 3 starfsmönnum. Guðlaug byrjaði í 50% starfi hjá félaginu í dag.
10) Vefsíða
Nýtt útlit á vefsíðu yfirfarið af stjórn og samþykkt gangsetning á því á næstu dögum.
Næsti fundur ákveðinn 12. febrúar.
Fleira ekki rætt og fundi slitið.
Arnþrúður Karlsdóttir
Fundarritari