Stjórnarfundur 01.05.2012
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 1. maí 2012 kl. 20:00
Mættir:
Árni Sigurgeirsson
Hörður Svavarsson
Jón Gunnar Steinarsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Kristinn Ingvarsson sat einnig fundinn. Stjórn samþykkti fundargerð síðasta stjórnarfundar.
Mál á dagskrá:
1. Þjónustusamningur milli IRR og ÍÆ
2. Heimild til að ganga á varasjóð félagsins
3. Starfsmannahald
4. Önnur mál
1. Þjónustusamningur milli IRR og ÍÆ.
Minnispunktar frá varaformanni lagðir fram.
Hreyfing er á þjónustusamningi. Fundað hefur verið niðri í ráðuneytinu vegna þessa.
2. Heimild til að ganga á varasjóð félagsins.
Íslensk ættleiðing hefur sent formlega tilkynningu til innanríkisráðuneytisins um heimild framkvæmdarstjóra félagsins til að ganga á varasjóð félagsins.
3. Starfsmannahald
ÍÆ mun hefja ráðningarferli á nýjum starfsmanni. Nauðsynlegt er að standa vel að rekstri félagsins þrátt fyrir samdrátt í rekstri þess.
Fundi slitið kl. 21:30.