Fréttir

Stjórnarfundur 02.11.2010

Stjórnarfundur 2. nóvember 2010

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 2. nóvember 2010, kl. 17.15

Mættir:

Ágúst Hlynur Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Elín Henriksen
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir
Karen Rúnarsdóttir
Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri ÍÆ sat einnig fundinn ásamt Eyrúnu Einarsdóttur starfsmanni skrifstofu ÍÆ.

Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.

Mál á dagskrá:
1. Nýr starfsmaður
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
3. Fæðingarorlofssjóður og regluverkið
4. Vinnufundur
5. Verkefnalisti
6. Önnur mál

1. Nýr starfsmaður
Eyrún boðin hjartanlega velkomin til starfa. Stjórn kynnti sig gagnvart nýjum starfsmanni.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Upplýsingar hafa borist um væntanlegt barn til ættleiðingar frá Kólumbíu.
Rætt um ættleiðingar í fjölmiðlum.
Fjölskyldumorgnar. Haldnir núna annan hvern fimmtudag þar sem fjölskyldum er boðið að koma og margir sem nýta sér þetta.
Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um að staðan sé enn sú sama á Indlandi og áður.
Bréf ráðuneytisins er farið til Tógó.
Aðalfundur Euradopt var haldinn um daginn. Því miður gat stjórn ekki sent fulltrúa á fundinn vegna anna stjórnarmanna og starfsmanna skrifstofu.

3. Fæðingarorlofssjóður og regluverkið
ÍÆ hefur fengið ábendingu um að ekki hafa borist greiðslur til foreldra ættleiddra barna úr Fæðingarorlofssjóði í þeim tilvikum þar sem síðustu eftirfylgniskýrslur hafa ekki borist viðkomandi ríki. Framkvæmdastjóri ÍÆ hafði samband við forstöðumann sjóðsins sem sagði reglurnar hvað varðar greiðslur úr sjóðnum vera mjög skýrar.

Að mati stjórnar þykir það afar íþyngjandi ákvörðun að synja foreldrum um greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði vegna þess að allar eftirfylgniskýrslur hafa ekki borist. Fyrstu mánuðirnir eftir að barn er komið heim eru afar mikilvægir fyrir barn og foreldra, auk þess sem umönnunar og framfærsluskylda er með börnum samkvæmt barnalögum og ættleidd börn eru þar hvergi undanskilin.

Lagt til að lögmaður stjórnar riti bréf til Fæðingarorlofssjóðs.

4. Vinnufundur
Stjórn hefur í hyggju að halda hálfsdags vinnufund stjórnar og starfsmanna skrifstofunnar. Stefnt á að halda fundinn laugardaginn 27. nóvember. Pálma og Karen falið að skipuleggja vinnufundinn.

Ákveðið að halda nýárskaffi með nefndunum þann 15. janúar 2011 á afmælisdegi félagsins.

5. Verkefnalisti
Elín tók saman lista yfir verkefni sem ákveðið hefur verið að vinna af hálfu stjórnar og skrifstofu. Ákveðið að fara ítarlega yfir listann á næsta stjórnarfundi. Farið verður yfir stöðu verkefna á hverjum stjórnarfundi.

6. Önnur mál.
Guðrún kemur inn á tvö verkefni:
1. Erindisbréf til formanna nefnda á vegum ÍÆ.
2. Lagt fram skjal um landvinningamál. Fyrstu drög liggja fyrir og verður rætt á næsta fundi stjórnar.

Fundi slitið kl. 18.30

Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari

 


Svæði