Fréttir

Stjórnarfundur 03.09.1981

Stjórnarfundur fimmt. 3.9.'81

Boðaður var stjórnarfundur vegna bréfs sem borist hafði frá Mauritius eyjum frá mr. Johnson. Í því bréfi virtist hann vera að bjóða okkur börn á aldrinum 2mán til 5 ára að tilskyldum greiddum kostnaði af hálfu umsækjenda. Þetta bréf kom okkur mjög á óvart þar sem sá sami maður hafði sagt bréflega að aðeins væri um að ræða börn eldri en 6 ára og upp úr því töldum við að Mauritius væri alveg fallið út úr myndinni. Jafnframt sagðist hann í þessu bréfi hafa 2 1/2mán stúlku sem stæði okkar umsækjendum til boða. Þótti okkur nauðsynlegt að fá þetta staðfest sem fyrst og ákváðum því að senda mr. Johnson skeyti þetta kvöld.
Hann sagðist hafa 6 umsóknir Íslendinga hjá sér og ákváðum við að hafa samband við ein þeirra varðandi vilja til að taka þetta stúlkubarn. Við völdum ein af þeim fjórum sem við vissum að ættu umsókn í Mauritius og samþykktu þau strax að taka telpuna. Mr. Johnson mun senda fulltrúa sinn með barnið alla leið til Íslands. Skeytið bar sent og hann beðinn um nánari upplýsingar sem fyrst.
Samið var ´siðan bréf til félagsmanna varðandi greiðslur árgjalda, boðun aðalfundar og stöðu mála í dag.

Valgerður Baldursdóttir


Svæði