Stjórnarfundur 04.01.1987
Stjórnarfundur 04.01.1987
Fundinn sátu: Engilbert, Guðrún, Helgi, Jón Hilmar, María, Hilmar. Gestur fundarins var Damas Hordijk.
Tilefni fundarins var það að Dammas Horijk var staddur á Íslandi, kom hingað til að vera viðstaddur jóladansleik félagsins sem haldinn var daginn áður (3.jan.) Í upphafi fundarins Dammas stöðu mála með tilliti til þeirrar stöðvunar sem dómsmálaráðuneytið hefur sett á ættleiðingar frá Sri Lanka. Fram kom að aðstæður eru óbreyttar á Sri Lanka, þ.á.m. að því er varðar starf Tho(óljóst). Vandamáliðn eru einungis fólgin í afstöðu dómsmálaráðuneytisins hér á landi. Dammas greindi frá því að kaþólsk nunna í Colombo væri reiðubúin að vera tengiliður við mæðurnar en þá þannig að hún fái að starfa í kyrrþey og ekkert eftirlit eigi sér stað af hálfu stjórnvalda. Ljóst er að ekkert leyfi þarf til ættleiðingar frá Sri Lanka frá stjórnvöldum, þ.e. Allir lögfræðingar hafa sjálfkrafa leyfi til ættleiðinga. Þar með er krafa dómsmálaráðuneytisins um slíkt leyfi óraunhæf. Fram kom óánægja og undrun yfir þeirri kröfu dómsmálaráðuneytisins að binda hugsanlegar ættleiðingar frá Sri lanka við barnaheimili þar sem ekki verður séð að það fyrirkomulag hafi sérstaka kosti umfram það sem félagið hefur búið við. Allt bendir hins vegar til þess mjög erfitt sé að afla nýrra sambanda við barnaheimili og slíkt samband verði að líkingum þungt í vöfum. Miklar umræður voru um öll þessi mál.
Jón Hilmar Jónsson