Fréttir

Stjórnarfundur 04.06.2013

Stjórnarfundur 04.06.2013

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 4.júní 2013 kl. 20:00

Mættir:
Árni Sigurgeirsson
Elín Henriksen
Hörður Svavarsson
Sigrún María Kristinsdóttir
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri skrifstofu og Ragnheiður Davíðsdóttir starfsmaður skrifstofu sátu einnig fundinn.

Mál á dagskrá:
Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Mánaðarskýrsla apríl
3. Mánaðarskýrsla maí
4. Samningur við starfsmann (ráðgjafa)
5. Samningur við talmeinafræðing
6. Samningur við Lene Kamm
7. Samningur við leiðbeinendur
8. Húsnæðismál (húsið í skóginum) sjá áður senda frásögn af fundi
9. Yfirlit yfir fund með S-78 30. apríl síðastliðinn
10. Kólumbía
11. Ferðanámskeið vegna Tékklands (Sjá póst frá Sigrúnu Maríu 1.6.2013)
12. Yfirlit um fund með IRR
13. Þjónustusamningur við IRR
14. Rússland
15. Önnur mál

1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar samþykkt

2. Mánaðarskýrsla apríl
Lögð fram

3. Mánaðarskýrsla maí
Málinu frestað

4. Samningur við starfsmann (ráðgjafa)
Samningur lagður fram, ráðgjafi ráðinn tímabundið skv kjarasamningi frá 18. júní 2013. Samþykkt.

5. Samningur við talmeinafræðing
Lagt fram og rætt

6. Samningur við Lene Kamm
Komin eru drög að samning. Lagt til að Kristinn og Árni klára samninginn innan mánaðar.

7. Samningur við leiðbeinendur
Lagt til að klára samninga við leiðbeinendur á næstu dögum. Ákveðið að Kristinn og Árni fari í að klára samning og Elín ræðir við leiðbeinendur varðandi helgarvinnu.

8. Húsnæðismál
Lagt er til að gengið verði til samning við Reykjarvíkurborg um frambúðar leigu á húsnæði við Bústaðarveg á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs frá borginni. Framkvæmdarstjóra er falið að kanna möguleika félagsins á að losna undan leigusamningi í Skipholti um áramót (eða þegar húsnæði við Bústaðarveg hefur verið afhent). Verði leigu í Skipholti ekki sagt upp skal unnið að því að framleigja húsnæðið til fimm ára.

9. Yfirlit yfir fund með S-78
Kristinn og Sigrún María fóru á fund með S-78. Fundurinn var jákvæður og skemmtilegur. Lagt til að S-78 myndi kanna hvaða lönd leyfa ættleiðingar innanlands. Annar fundur fyrirhugaður í ágúst.

10. Kólumbía
Lögð fram fréttatilkynning varðandi fund miðstjórnvalda í Kólumbíu varðandi það að Kólumbía stöðvar tímabundið móttöku nýrra umsókna þeirra sem vilja ættleiða barn á aldrinum 0-6 ára.

11. Ferðafræðsla vegna Tékklands
Fræðslan rædd. Um var að ræða fræðsla um börn en ekki ferðanámskeið. Fólk fer á slíka fræðslu þegar það er ofarlega á lista eða hugsanlegt er að biðin sé að styttast. Ferðanámskeið er svo önnur fræðsla sem fólk getur farið á þegar komnar eru upplýsingar um barn og fær þá fræðslu frá þeim sem ættleitt hafa frá sama landi.

12. Yfirlit um fund með IRR
Fundur var 24.maí. Frestað

13. Þjónustusamningur við IRR
IRR stefinir að undirritun 21.júní.

14. Rússland
Ákveðið að undirbúa gögn og að óska eftir að Utanríkisráðuneytið komi á fundi fulltrúa ÍÆ og ættleiðingaryfirvalda í Rússlandi.

15. Önnur mál
1. Ákveðið að óska eftir fundi með nýjum ráðherrum.
2. NAC, ákvörðun um þáttöku á ráðstefnu frestað.
3. Varamenn. Samþykkt að kalla varamenn til fundar þegar ljóst er að vegna forfalla telst fundur ekki lögmætur. Stjórnarfundur telst lögmætur ef hannsækir meirhluti stjórnar eða a.m.k. fjórir stjórnarmenn.

Fundi slitið kl.22:30
Fundargerð ritaði: Ragnheiður


Svæði