Fréttir

Stjórnarfundur 04.06.2019

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 4.júní  kl. 20:15 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.  

Mætt: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Magali Mouy, Lísa Björg Lárusdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir. 

Ari Þór Guðmannsson og Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað.

Dagskrá stjórnarfundar  

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar  
  2. Mánaðarskýrslur mars, apríl og maí
  3. Heimsókn til Kólumbíu og Dóminíska lýðveldisins 
  4. Heimsókn til Tékklands 
  5. Fundur NAC með miðstjórnvöldum Norðurlanda í Helsinki 
  6. NAC ráðstefna 
  7. Starfsdagur stjornar og skrifstofu ÍÆ 
  8. Önnur mál 
    a. Romani Studies Conference 2019
    b. Fundur með Utanríkisráðuneyti
    c. Fundur með Velferðar- og barnamálaráðuneyti

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Fundargerð samþykkt. 

2. Mánaðarskýrslur mars, apríl og maí
Skýrslur mars og apríl ræddar. Maí skýrsla rædd síðar. 

3. Heimsókn til Kólumbíu og Dóminíska lýðveldisins
Minnisblað lagt fram, næsta skref að klára löggildingu í Kólumbíu. Klára öll gögn og sækja um hjá Dóminíska lýðveldinu.

4. Heimsókn til Tékklands
Minnisblað lagt fram, framkvæmdarstjóri segir frá ferðinni og ráðstefnunni. Fengu meiri innsýn inn í vinnu með fósturfjölskyldur í Tékklandi.

5. Fundur NAC með miðstjórnvöldum Norðurlanda í Helsinki
Formaður segir frá fundum sem haldnir voru í Helsinki, mikilvægt að hitta miðstjórnvöldin. Farið var yfir atriði sem stjórn NAC hafði ákveðið og sent á miðstjórnvöldin. Fundinum lauk með því að þeim var boðið á NAC ráðstefnuna á Íslandi í september.

6. NAC ráðstefna
Farið yfir skipulag á ráðstefnunni, öll gögn tilbúin og opnað fyrir skráningar.

7. Starfsdagur stjórnar og skrifstofu ÍÆ
Minnisblað sem formaður sendi á stjórn eftir starfsdaginn rætt. Vinnu verður haldið áfram 

8. Önnur mál
a. Romani Studies Conference 2019
Sagt frá ráðstefnu um málefni Roma fólks sem haldin verður í Reykjavík um miðjan ágúst.

b. Fundur með Utanríkisráðuneyti
Framkvæmdarstjóri segir frá fundi með ráðuneytinu

c. Fundur með Velferðar- og barnamálaráðuneyti
Framkvæmdarstjóri segir frá fundi með ráðuneytinu 

Fundi lokið kl. 21:25


Svæði