Fréttir

Stjórnarfundur 05.04.2022

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 5.apríl 2022 kl 17:00

Mætt eru: Berglind Glóð Garðarsdóttir, Gylfi Már Ágústsson, Lísa Björg Lárusdóttir, Svandís Sigurðardóttir, Tinna Þórarinsdóttir og Örn Haraldsson

Elísabet Salvarsdóttir mætti á fundinn sem framkvæmdarstjóri félagsins.

Fjarverandi: Brynja Dan

Dagskrá stjórnarfundar

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
  2. Fundargerð aðalfundar 17.mars 2022 
  3. Skýrsla skrifstofu 
  4. Verkaskipting stjórnar 
  5. NAC & EurAdopt  
  6. Staða á löggildingum - minnisblað 
  7. Félagsstarf og fræðsla - minnisblað 
  8. Önnur mál

1.  Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Engar athugasemdir gerðar.

2.  Fundargerð aðalfundar 17.mars 2022 
Engar athugasemdir gerðar.

3.  Skýrsla skrifstofu 
Minnisblað frá skrifstofunni.
Farið yfir hvaða fundir hafa verið haldnir í mánuðinum, fræðslur og viðtöl.
Óskað eftir tölfræði um ættleiðingar frá Tékklandi. Aðeins ein ættleiðing hefur verið hjá Tékklandi á árinu. 
Asíulöndin eru alveg stopp vegna covid.
Starfsmenn skrifstofu voru á fundi með sýslumanni til að ræða verklag forsamþykkis. Sjá minnisblað.
Kólumbía er að fara af stað með upprunaleit hjá sér, verður líklega í sumar.

4. Verkaskipting stjórnar 
Formaður: Lísa Björg Lárusdóttir
Varaformaður: Berglind Glóð Garðarsdóttir
Ritari: Svandís Sigurðardóttir

5.  NAC & EurAdopt 
Elísabet er formaður NAC. Berglind hefur verið fulltrúi landsins í NAC, það helst óbreytt. Lísa er varafulltrúi.
Elísabet er fulltrúi landsins í EurAdopt, það helst óbreytt. Svandís tekur upp varamanns stöðu.

6. Staða á löggildingum - minnisblað 
Búið að samþykkja áframhaldandi löggildingu í Kólumbíu og Tékklands til 3ja ára og í Kína í 1 ár. Staðan við Dóminíska Lýðveldið var athuguð og það er enn verið að vinna það. Verið að vinna að endurnýjun á löggildingu í Indlandi.
Samráðsfundur miðstjórnarvalda Norðurlanda sem koma að málaflokknum sem verður haldin í maí hér á landi.

7.  Félagsstarf og fræðsla - minnisblað 
Mjög vel sótt fræðsla um gott tengslauppeldi var haldin í mars.
Fimleikafjör í fyrir fjölskyldur 30.apríl kl 15:30 – 17:00 í Mosfellsbæ.
Fræðsla 12.maí Svava Brooks um áhrif streitu og áfalla á líkamann.

8. Önnur mál 
Stjórnin ræðir aðeins tölfræði ættleiðinga í gegnum tíðina. Hvað eru margir sem koma í fyrsta viðtal og síðan halda áfram í ferlinu?

Næsti fundur verður fimmtudaginn 12.maí.2022


Svæði