Stjórnarfundur 05.04.2022
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 5.apríl 2022 kl 17:00
Mætt eru: Berglind Glóð Garðarsdóttir, Gylfi Már Ágústsson, Lísa Björg Lárusdóttir, Svandís Sigurðardóttir, Tinna Þórarinsdóttir og Örn Haraldsson
Elísabet Salvarsdóttir mætti á fundinn sem framkvæmdarstjóri félagsins.
Fjarverandi: Brynja Dan
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Fundargerð aðalfundar 17.mars 2022
- Skýrsla skrifstofu
- Verkaskipting stjórnar
- NAC & EurAdopt
- Staða á löggildingum - minnisblað
- Félagsstarf og fræðsla - minnisblað
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Engar athugasemdir gerðar.
2. Fundargerð aðalfundar 17.mars 2022
Engar athugasemdir gerðar.
3. Skýrsla skrifstofu
Minnisblað frá skrifstofunni.
Farið yfir hvaða fundir hafa verið haldnir í mánuðinum, fræðslur og viðtöl.
Óskað eftir tölfræði um ættleiðingar frá Tékklandi. Aðeins ein ættleiðing hefur verið hjá Tékklandi á árinu.
Asíulöndin eru alveg stopp vegna covid.
Starfsmenn skrifstofu voru á fundi með sýslumanni til að ræða verklag forsamþykkis. Sjá minnisblað.
Kólumbía er að fara af stað með upprunaleit hjá sér, verður líklega í sumar.
4. Verkaskipting stjórnar
Formaður: Lísa Björg Lárusdóttir
Varaformaður: Berglind Glóð Garðarsdóttir
Ritari: Svandís Sigurðardóttir
5. NAC & EurAdopt
Elísabet er formaður NAC. Berglind hefur verið fulltrúi landsins í NAC, það helst óbreytt. Lísa er varafulltrúi.
Elísabet er fulltrúi landsins í EurAdopt, það helst óbreytt. Svandís tekur upp varamanns stöðu.
6. Staða á löggildingum - minnisblað
Búið að samþykkja áframhaldandi löggildingu í Kólumbíu og Tékklands til 3ja ára og í Kína í 1 ár. Staðan við Dóminíska Lýðveldið var athuguð og það er enn verið að vinna það. Verið að vinna að endurnýjun á löggildingu í Indlandi.
Samráðsfundur miðstjórnarvalda Norðurlanda sem koma að málaflokknum sem verður haldin í maí hér á landi.
7. Félagsstarf og fræðsla - minnisblað
Mjög vel sótt fræðsla um gott tengslauppeldi var haldin í mars.
Fimleikafjör í fyrir fjölskyldur 30.apríl kl 15:30 – 17:00 í Mosfellsbæ.
Fræðsla 12.maí Svava Brooks um áhrif streitu og áfalla á líkamann.
8. Önnur mál
Stjórnin ræðir aðeins tölfræði ættleiðinga í gegnum tíðina. Hvað eru margir sem koma í fyrsta viðtal og síðan halda áfram í ferlinu?
Næsti fundur verður fimmtudaginn 12.maí.2022