Stjórnarfundur 05.10.2010
Stjórnarfundur ÍÆ
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 5. október kl. 17:15
Mættir:
Ágúst Guðmundsson
Elín Henriksen
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir
Karl Steinar Valsson
Pálmi Finnbogason, mætti kl. 18:00
Gíslína Ólafsdóttir, í afleysingum fyrir framkvæmdastjóra, sat fundinn.
Dagskrá fundarins:
1. Fundur framkvæmdastjóra með fulltrúa utanríkisþjónustunnar og sendiherra Indlands
2. Fundur formanns og framkvæmdarstjóra með umsækjendum á biðlista til Indlands
3. Þróun PAS starfs
4. Vinnulag vegna ferða erlendis á vegum Í.Æ.
5. Skipulag við öflun nýrra sambanda
1. Fundur framkvæmdastjóra með fulltrúa utanríkisþjónustunnar og sendiherra Indlands
Liði frestað til næsta fundar
2. Fundur formanns og framkvæmdarstjóra með umsækjendum á biðlista til Indlands
Liði frestað til næsta fundar
3. Þróun PAS starfs
• Tengiliður við PAS kynnti drög að erindisbréfi sem er í vinnslu með PAS nefnd. Lagt er upp með að útbúa slík erindisbréf fyrir aðrar nefndir ÍÆ í samvinnu við formenn þeirra nefnda. Tengiliður sér um að ljúka vinnu við erindisbréfin þrjú fyrir lok októbermánaðar.
• Glæsilegt málþing hefur verið í undirbúningi hjá PAS um alllangt skeið og verður það haldið laugardaginn 16. október n.k. Búið er að auglýsa málþingið á heimasíðu félagsins, Facebook og senda félagsmönnum dagskrána í pósti ásamt dagskrá skemmtinefndar í vetur. PAS nefndarmenn sjá um málþingið og hafa fengið stuðning við undirbúning frá skrifstofu. Tengiliður fór yfir lista varðandi málþingið sem snéru að ýmsum framkvæmdaþáttum og voru þeir þættir afgreiddir.
• Rætt um hugmyndir PAS nefndar að fyrirkomulagi starfsins sem kynntar voru formanni á símafundi. Ákveðið að kalla eftir frekari útfærslum á hugmyndinni og verður málið rætt frekar þegar sú útfærsla liggur fyrir.
• Nadia Molina kemur til landsins í nóvember og verið er að vinna í því að fá hana til að halda erindi um heimkomuna meðan hún verður á landinu. Pálmi athugar með gistimöguleika fyrir hana.
4. Vinnulag vegna ferða erlendis á vegum ÍÆ.
• Hugmyndir eru uppi um skipulag og undirbúning vegna ferða á vegum félagsins til útlanda. Vinnulagi varpað í vinnuhóp, sjá undir önnur mál.
5. Skipulag við öflun nýrra samband
• Rætt um vinnu við öflun nýrra sambanda, erindreka á vegum félagsins og fleira. Tekin ákvörðun um að stofna landaávinningsnefnd og í henni sitja stjórnarmennirnir Karen og Guðrún. Karen og Guðrún stilla upp vinnuferli/ramma um hvernig standa eigi að öflun nýrra sambanda og kynna á næsta stjórnarfundi.
6. Önnur mál
• Vinnu- og verklag; ákveðið að stofna vinnuhóp til að móta vinnulag og verklagsreglur sem snúa að ákveðnum þáttum í starfi félagsins. Vinnan nær til vinnu stjórnarmanna og framkvæmdastjóra. Vinnuhópinn skipa Ágúst og Elín.
• Vinnufundur; tekin ákvörðun um að halda vinnufund stjórnar og framkvæmdastjóra innan 4 vikna. Tilgangur fundarins er að fara yfir verkefnin sem framundan eru, forgangsraða þeim og horfa til framtíðar.
• Starfsmannaráðningar; um 50 manns sóttu um starf á skrifstofu félagsins, búið er að yfirfara umsóknirnar og eru viðtöl í gangi.
• Ritunarháttur; tekin ákvörðun um að þegar nafn félagsins er skammstafað er það gert á þennan máta ÍÆ (hástafir og ekki með punkti á milli) og þegar allt nafnið er notað þá er það ritað á þennan máta Íslensk ættleiðing (æ með litlum staf).
Fundi slitið kl. 19:10
Elín Henriksen