Fréttir

Stjórnarfundur 06.03.2007

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 6. mars 2007, kl. 20:0016. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2006

 
Mættir: Ingibjörg J., Karl Steinar, Kristjana og Arnþrúður. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
 
Aðalfundur
Mál sem þarf að klára fyrir aðalfundinn sem verður 20. mars næstkomandi eru eftirfarandi:
  • Fundarstjórn og fundarritari.
  • Setja kynningar á þeim sem eru í framboði til stjórnar inn á vefsíðuna.
  • Skýrsla stjórnar
  • Óskað verður eftir skýrslum um starfsemi nefnda, ritnefndar, post-adoption nefndar, fjáröflunarnefndar, skemmtinefndar, og frá fræðslufulltrúum.
  • Endurskoðun bókhalds – Yfirferð gjaldkera.
  • Ákvörðun félagsgjalds. Stjórnin mun koma með tillögu um nýtt félagsgjald.
  • Kosning í nefndir, verður með sama móti og í fyrra þ.e. félagsmenn geta skráð sig í viðkomandi nefnd á aðalafundinum.
  • Ketil Lehland mun koma og halda erindi á aðalfundinum. Setja þarf kynningu á honum inn á vefsíðuna fyrir aðalfundinn.
 
Erindi frá dómsmálaráðuneytinu
Erindi frá dómsmálaráðuneytinu dagsett 19. febrúar 2007 vegna Haag 17. gr. þar sem ráðuneytið fer fram á að ÍÆ taki að sér að gefa út samþykkið sem rætt er um í þessari 17. grein. Búið er að hafa samband við Adoption Forum í Noregi og í A-C Danmörku og þau félög vinna samskonar vinnu þar. Stjórnin ákvað að svara þessu á þann hátt að ÍÆ tæki þetta verkefni að sér en þar sem ljóst er að um aukna vinnu verður að ræða fyrir ÍÆ mun verða farið fram á aukið fé til rekstur vegna þessa við gerð fjárhagsbeiðnar til ráðuneytisins fyrir næsta ár.
 
Verkferlar
Ákveðið að Guðlaug fari í að setja niður verkferla fyrir mismunandi ættleiðingarferli eftir ættleiðingarlöndum. 
 
Fjárhagsbeiðnir
Bréf til Reykjavíkurborgar svo til tilbúið og verður sent inn til þeirra á næstu dögum.
 
Önnur mál
  • Ættleiðingarstyrkir, fyrstu umsóknir farnar frá kjörforeldrum en styrkirnir hafa ekki verið afgreiddir ennþá.
  • Samtökin 78 voru meðspjallfund um barneignir og Ingibjörg J. Ingibjörg B. og Kristjana fóru á fundinn fyrir hönd ÍÆ. Góður og fræðandi fundur. 
  • Euradopt.  Fundur hjá Euradopt í 31. mars -1. apríl. Ingibjörg J. fer á fundinn fyrir hönd félagsins.
  • Spjall á vefsíðunni.  Stjórn spjallsins verður til að byrja með ritstjórn vefsíðunnar þ.e. stjórnarmennirnir Arnþrúður, Kristjana og Pálmi. Búið er að setja upp reglur varðandi spjallið sem meðlimir fá sendar þegar þeir skrá sig á spjallið í fyrsta sinn.
  • Dagur ættleiðinga.  Umræða um að hafa sérstakan dag eða viku tileinkaðan ættleiðingum. Þetta hefur verið gert á einhverjum af hinum norðurlöndunum.
Fleira ekki rætt og fundi slitið.
 
Arnþrúður Karlsdóttir
Fundarritari

Svæði