Fréttir

Stjórnarfundur 07.04.2021

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 7. apríl 2021 kl. 20:30.

Mætt; Berglind Glóð Garðarsdóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir og Tinna Þórarinsdóttir. Einnig tók Dylan Herrera þátt í gegnum fjarfundarbúnað. 
Þá tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum. 

Sigurður Halldór Jesson er sem stendur í leyfi frá stjórnarstörfum. 

 Dagskrá stjórnarfundar

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
  2. Fundargerð aðalfundar, 23. mars 2021
  3. Askur, skýrsla skrifstofu
  4. Verkskipting stjórnar
  5. Nac og EurAdopt
  6. Kwan félagsfærninámskeið
  7. Kólumbía – nýjar reglur
  8. Önnur mál 

1.  Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Fundargerð samþykkt.

2. Fundargerð aðalfundar, 23. mars 2021
Fundargerð samþykkt.

3. Askur, skýrsla skrifstofu
Dylan og Kristinn eru að vinna í því að uppfæra Ask í því skyni að auðveldara sé að átta sig á breytingum milli mánaða. 
Fyrsta pörun ársins átti sér stað í síðustu viku við barn frá Tékklandi.
Fyrstu viðtöl eru að taka við sér. Nokkur á dagskrá á næstunni.
Eitt mál í ferli hjá Umboðsmanni Alþingis. 

4. Verkskipting stjórnar
Elísabet gefur áfram kost á sér sem formaður og samþykkja allir meðlimir stjórnar það. 
Þá gefur Lísa jafnframt kost á sér áfram sem varaformaður og samþykkja allir meðlimir stjórnar það einnig. 
Berglind gefur kost á sér áfram sem ritari og er það samþykkt. 

5. Nac og EurAdopt
Mælst til að Lísa verði áfram meðlimur hjá Nac og Berglind komi inn sem varamaður.
Allir samþykkir því. 
Elísabet verður áfram meðlimur í EurAdopt og Tinna kemur inn sem varamaður.
Allir samþykkir því. 
Næsti fundur hjá EurAdopt verður á morgun, 8. apríl. Aðalfundur verður 22. apríl nk. 
Næsti Nac fundur verður í byrjun maí. Þá verður einnig viðburður í lok maí. 

6. Kvan félagsfærninámskeið
Erindi var sent til stjórnar frá félagsmönnum þar sem kannað var með áhuga félagsins á að koma að námskeiði fyrir ættleidd börn hjá Kvan. Elísabet ætlar að biðja Rut um að skoða málið og koma með hugmyndir. Elísabet mun svara erindi og láta vita að málið sé í skoðun. 

7. Kólumbía- nýjar reglur. 
Skrifstofa búin að kynna sér og ætlar að útbúa samantekt. 
Ákveðið var að klára löggildinguna við Kólumbíu í ár.

8. Önnur mál
8.1. Búlgaría
Skoða þarf með endurnýjun á löggildingu í Búlgaríu. 

8.2. ICAR ráðstefna  
Verður haldin 6-9 júlí nk. og verður um að ræða fjarráðstefnu í ár. 

Fundi lokið kl: 21:25

Næsti fundur; 5. maí kl. 20:30.


Svæði