Stjórnarfundur 08.01.1987
Fundinn sátu: Engilbert, Guðrún, Helgi, Jón Hilmar, María, Hilmar.
Formaður gerði grein fyrir og rifjaði upp fund sem haldinn var í dómsmálaráðuneytinu 5. janúar með Önnu Björnsdóttur, að hennar beiðni. Þann fund sátu allir stjórnarmenn.
Ráðuneytið hafði ekkert annað fram að færa en lista með nöfnum nokkurra landa sem Önnu Björnsdóttur hafði áskotnast á ferð sinni til Svíþjóðar. Var þeim almennu tilmælum beint til félagsmanna að reyna fyrir sér með ættleiðingar í þessum löndum (Póllandi, Tyrklandi, Indlandi, Eþíópíu, Kólumbíu).
Stjórnarmönnum þótti lítið til koma, enda engar ákveðnar upplýsingar að fá frá ráðuneytinu um hvernig ætti að snúa sér í þessu sambandi. Stjórnarmenn knúðu fram umræðu um Sri Lanka og möguleika á að banni dómsmálaráðuneytisins yrði aflétt. Ráðuneytið þykist enn vera að afla sér upplýsingum um Earle R. Zoysa og hefur almennt á oddinum að ættleiðingum frá Sri Lanka sé ekki treystandi og afla þurfi fullrar vitnesku um alla þá að þeim stæðu. Vegna þessa kæmi ekki til greina að samþykkja kaþólsku nunnuna sem milligöngumann. Þá var og klifað á óhóflegum greiðslum sem Thoranesan (óljóst) hafði fengið, en stjórnarmenn bentu á að kostanður væri víða mun meiri, þ.á.m. Í Líbanon þangað sem ísl. hjón fóru um áramótin til að ættleiða barn.
Formaður hafði hringt í Dammas fyrr um kvöldið og fengið að vita að nunnan hefði skrifað Dammas bréf og sagt frá því að hún hefði fengi leyfi sinnar abbadísar til að stunda milligöngu um ættleiðingar.
Hilmar lagði áherslu á að ræða málin við stjórnmálamenn og reyna að beita þrýstingi á þann hátt. Rætt var um einstaka stjórnmálamann í því sambandi. Mikilvægt var talið að ræða málin við þá ráðherra sem þetta snertir. Ákveðið var að fyrstu skrefin yrðu að fá viðtöl við forsætisráðherra og utanríkisráðherra.
Rætt var um að hafa samband við hjón sem hafa tilbúna pappíra og á þau í lið með stjórninni við að tala við ráðamenn og þrýsta á þá til að leysa málið.
Jón Hilmar Jónsson.